Í áfanganum verður kennd markviss hugmyndavinna. Nemendur halda dagbók og vinna markvissa skissuvinnu og safna hugmyndum sínum í hugmyndabanka. Nemendur temja sér aðferðir við að skynja umhverfi sitt og nýta það til listsköpunar, eins og með endurnýtanleg efni. Nemendur fá að spreyta sig á ólíkri tækni, aðferðum og efnum innan hönnunar. Verkefni eru unnin undir leiðsögn kennara og nemendur hanna hluti úr mismunandi efnum með tilliti til efnis, litavals og útlits. Nemendur eru þjálfaðir í að vinna sjálfstætt og í gagnrýnni hugsun gagnvart eigin verkum og annarra. Lögð er áhersla á skapandi, vönduð og sjálfstæð vinnubrögð.