Í þessum áfanga er fjallað um frumkvöðla félagsfræðinnar og kynntar helstu kenningar greinarinnar. Samfélagið er skoðað í ljósi mismunandi kenninga og nokkrar þekktar rannsóknir innan félagsfræði skoðaðar. Farið er yfir vítt svið félagsfræðinnar og nemendur þjálfaðir í að beita félagsfræðilegu innsæi við túlkun á samfélagslegum málefnum. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum sem kynnt eru í inngangi að félagsfræði og setji þau í fræðilegt samhengi. Meginmarkmið áfangans er að nemendur öðlist dýpri skilning á hugtökum, kenningum og vinnubrögðum félagsfræðinnar og geti beitt þeim við túlkun og greiningu á samfélaginu, bæði almennt og á tiltekin viðfangsefni.


Námsmatsþáttur:

Vægi (%):

Vinnubók

45%

Hlutapróf 1

15%

Hlutapróf 2

15%

Lokaverkefni

15%

Mæting og ástundun

10%