Í þessum áfanga í leiklist munum við kynnast grunn hugtökum í leiklist. Við leggjum áherslu á leiki og leikgleði sem snúa að samvinnu. Áfanginn lýsir sér þannig að það verður farið í mikið af leikjum sem tengjast ákveðnum verkefnum, leikirnir koma síðan inná grunnhugtökin í leiklist. Einnig verður lagt áherslu á spunavinnu, þar vinna nemendur mikið með ímyndunaraflið og margt skemmtilegt sem getur komið út frá því. Nemendur fá einig að búa til eigið efni, stutt handrit sem að síðan verður unnið með. Eitthvað verður síðan farið í handritarvinnu, rödd og hreyfingar.